top of page

Brúðkaup

Við sérhæfum okkur í brúðkaupum

Pantaðu okkur til þess að sjá um skreytingarnar fyrir brúðkaupið frá A-Ö.

Áratuga reynsla í brúðkaups skreytingum.

Við leggjum mikinn metnað og áherslu á vandaða og fágða þjónustu.


Ef þú kaupir blóma skreytingarnar hjá okkur færðu vasa/undirlög undir blóma skreytinguna að kostnaðarlausu með.

Eigum frábært úrval af vösum/undirlögum fyrir öll þemu og tilefni.

Brúðkaup

Við í Blómahönnun sérhæfum okkur í brúðkaupum. Við bjóðum upp á þjónustu sem sér um að skreyta stóra daginn frá A til Ö.

 

Hvert og eitt brúðkaup er hannað eftir óskum brúðhjónanna og er ekkert brúðkaup eins.

Við leggjum mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og hönnum brúðarvendina og skreytingarnar eftir óskum brúðhjónanna.

 

Með blómaskreytingum frá okkur fylgir frí leiga á vösum og undirlögum undir skreytingarnar. En við eigum lager af alls kyns fallegum vösum sem gera skreytingarnar enn fallegri. 

Best er að hafa samband við okkur hér fyrir neðan, hringja í sima 533-1199 eða koma við hjá okkur í búðina í Listhúsinu, Engjateigi 17-19 til þess að bóka okkur í að skreyta fyrir brúðkaupsdaginn ykkar.

Við hlökkum til þess að aðstoða ykkur að gera ykkar dag enn eftirminnilegri.

Hér fyrir neðan ætlum við að fara aðeins betur yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga varðandi skreytingar fyrir brúðkaup.

Hlutir sem eru góðir að hafa í huga varðandi skreytingar fyrir brúðkaup

Brúðarvöndur

- Ertu með óskir varðandi lit og hvaða tegundir af blómum þú vilt hafa í þínum vendi?

- Vilt þú hafa vöndinn kúlulaga, perulaga eða lafandi?

- Á vöndurinn að vera stífur eða lauslegur?

-Vilt þú kastvönd?

Barmblóm 

- Vilt þú að barmblóm brúðgumans sé í stíl við brúðarvöndinn?

- Eru svaramenn, brúðarsveinar eða hringaberar?
  - Ef svo er vilt þú barmblóm fyrir þá?

Brúðarmeyjar

- Oft er gaman þegar brúðarmeyjurnar fá sinn brúðarmeyjuvönd, körfu eða hárskraut svo sem krans eða stök blóm í hárið.

Mæður

- Færst hefur í aukana að mæður beri vönd, blómaarmband eða barmblóm

Kirkja

- Altarisvendir í stíl við blómin í brúðkaupinu.

- Kirkjubekkir, slaufur á bekkina, með eða án blóma.

- Stórir armakertastjakar eða háir gólfvasar til að ramma inn altarið

- Rósablöð við útgöngu nýgiftu hjónanna úr kirkjunni

Athöfn úti í náttúrunni

- Blómaskreytingar til að ramma inn brúðhjónin.

Bíll

- Slaufur og skraut á bílinn getur gert ótrúlega mikið fyrir daginn, myndatökurnar og stemmninguna.

Salur

- Skreytingar á borðin

  - Vilt þú lágar eða háar skreytingar

  - Í hvaða lit viltu að þemað í salnum sé?

- Eru hringborð eða eru langborð?

- Skreytingar á hlaðborð

- Skreytingar fyrir fordrykk

- Skreytingar á baðherbergin

- Skreytingar á svið

- Skreytingar á barinn

- Móttökuskreytingar úti eða í forrými

 

 

 

 

 

Oft er gott er að skoða Pinterest til þess að leita að innblæstri fyrir skreytingar í brúðkaupið hvort sem það er brúðarvöndurinn, borðskreytingar eða annað. Á pinterest er að geyma stórt safn af myndum í öllum þemum og gerðum

Þið getið farið inn á Pinterest með því að ýta á hnappinn hér að neðan:

Einnig erum við með Instagram reikning þar sem hægt er að fylgjast með skemmtilegum myndum frá allskonar verkefnum og öðru sem um er að vera hjá okkur.

Þið getið skoðað Instagram reikninginn okkar hér að neðan:

Nokkrar myndir af brúðkaupum sem við höfum gert

bottom of page