top of page

Fermingar

Persónulegar blómaskreytingar

Blómaskreytingar gera mikið fyrir fermingardaginn og eru þetta oft mjög skemmtilegt tilefni til þess að tvinna inn áhugamál fermingarbarnsins við skreytingarnar. 

Það er ótrúlega gaman að taka á móti fermingarbörnum og fara yfir með þeim þeirra óskir um skreytingarnar fyrir stóra fermingardaginn.

​Þá er oft gaman að hafa skreytingar hjá gestabókinni, hlaðborðinu og jafnvel á borðum ef það er sitjandi borðhald í veislunni.

Fermingarveislan

Hér fyrir neðan getið þið séð myndir af skreytingum sem við höfum gert

Blóm í hárið

Skreyting í veislusal eða heimahús

- borðskreytingar

- hlaðborðs skreyting

- skreyting hjá gestabók

- Fermingarkerti

Hjá okkur  getur þú pantað skreytingar fyrir ferminguna.

Við bjóðum upp á þjónustu við að setja upp og sækja skreytingarnar að veislu lokinni. 

Við búum til falleg fermingarkerti með krossum, blómum og öðru eftir óskum.

Ef þú vilt panta okkur til þess að sjá um ferminguna, hafðu samband við okkur í síma 533-1199, í verslun okkar í Listhúsinu, Engjateig 17-19 eða sendu okkur einfaldlega skilaboð með því að smella á hnappinn hér að neðan. :)

bottom of page