top of page

Pantanir á síðunni

Pöntun er staðfest um leið og greiðsla hefur borist. Kaupanda er send staðfesting í tölvupósti.

Hægt er að sækja pöntun eða fá sent gegn greiðslu. Minni vörur eru sendar með Póstinum og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar þeirra um afhendingu á vörum.

Blómahönnun ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.


Óski viðskipavinur eftir því að sækja vöru, er hægt að hafa samband við Blómahönnun og nálgast pöntunina í verslun okkar, Engjateigi 17-19, 105 Reykjavík.

Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. 

Ef um er að ræða stærri vörur t.d húsgögn eða stærri muni sér Blómahönnun um að panta viðeigandi sendiferðabíl sem viðtakandi borgar.

Ef valið er að fá vöru senda ætti tími frá pöntun til afhendingar að vera 2-5 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur verið staðfest (að því gefnu að vara sé til á lager). Varan er send á næsta pósthús nema óskað er eftir heimsendingu. Gætið að því að fylla út réttar upplýsingar um heimilisfang við pöntun til að tryggja rétta afhendingu fyrir heimsendingar.

Fyrir erlendar pantanir er fólki ráðlagt að hafa samband við Blómahönnun svo hægt sé að finna bestu lausn sem hentar hverri vöru.

Sé vara ekki til á lager mun starfsmaður Blómahönnunar hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.

Sérpantanir

Blómahönnun tekur að sér að sérpanta vörur frá þeim vörumerkjum sem búðin er með og einnig á vörum sem við búum til í búðinni. Við ráðleggjum viðskiptavinum á að hafa samband við maja@blomahonnun.is til að ganga frá pöntunum.

Sérpantanir geta tekið 2-8 vikur. Farið er fram á 50% innborgun þegar varan er pöntuð og afgangurinn greiddur þegar varan er afhent, sérpöntunum er ekki hægt að skila.

Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Kostnaður við hverja sendingu er 1000 kr á minni einingum eins og smávöru og gjafavöru. Ef um er að ræða stærri hluti greiðir viðtakandi sendingarkostnað við heimkeyrslu. 

Aðrar upplýsingar

24% VSK er innifalinn í verði varanna á síðunni. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur Blómahönnun sér rétt til þess að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Vinsamlegast athugið að verð á netinu geta breyst án fyrirvara.

Vörum er hægt að skila innan 14 daga og fá endurgreiðslu. Skilyrði er að varan sé ónotuð/óskemmd í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgi. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt kaupverð vörunnar.  ATH. Útsölu/tilboðs vörum fást ekki skilað.  Ef öll ofangreind skilyrði eru uppfyllt þá fær kaupandinn annað hvort að skipta vörunni fyrir aðra vöru eða fær inneignarnótu. Best er að hafa samband við maja@blomahonnun.is eða starfsmann í verslun sem metur hvort hægt sé að skila vöru

.

Blómahönnun býður uppá greiðslu gegn millifærlslu eða í gegnum greiðslugátt síðunnar.

Ef greitt er með millifærslu fær viðskiptavinur upplýsingar með kennitölu og reikningsnúmeri Blómahönnunar. Pöntun er staðfest um leið og millifærsla hefur gengið í gegn, ef ekki er greitt innan tveggja daga telst pöntun ógild. Best er að staðfesta millifærslu með því að senda kvittun úr heimbanka á maja@blomahonnun.is

Við heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila.

bottom of page